Myndir: Fjölmenni á friðargöngunni

Göngumenn gátu keypt sér fjölnotaljós til að ganga með niður …
Göngumenn gátu keypt sér fjölnotaljós til að ganga með niður Laugaveginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmennt var á friðargöngunni í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Friðarsinnar söfnuðust saman við Hlemm undir söng kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og gengu niður Laugaveginn að Austurvelli þar sem haldinn var útifundur. 

Friðargangan var fyrst gengin árið 1980 og hafa fjöldi íslenskra friðarhreyfinga komið að göngunni í gegnum tíðina.

Skilaboð göngunnar að þessu sinni voru ákall til heimsleiðtoga að setjast niður og semja um frið í hinum ýmsu stríðum sem geisa nú í veröldinni, þá sérstaklega í Úkraínu og í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert