Styttri afgreiðslutími vínbúða á aðfangadag

Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til 20 eða 22 í …
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til 20 eða 22 í kvöld og svo frá 10 til 13 á morgun. mbl.is/Hákon

Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru allar opnar á milli 10 og 13 á morgun, aðfangadag, en það er einni klukkustund skemur en afgreiðslutíminn var í fyrra. Þá hitti aðfangadagur á sunnudag, en verslanir ÁTVR opnuðu þá klukkan 9 og voru opnar til 13, líkt og í ár.

Á landsbyggðinni eru flestar verslanir ÁTVR opnar á morgun á milli 10 og 12, en hægt er að sjá yfirlit allra sölustaða á vefsíðu fyrirtækisins.

Opið til 20 og 22 í kvöld

Í dag, á Þorláksmessu, eru flestar verslanir Vínbúðarinnar opnar frá 11 til 20, en á Dalvegi, Álfrúnu í Hafnarfirði, Kringlu, Skeifu og Smáralind er opið til 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert