Gera ráð fyrir 100 manns í kvöld

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Hjálpræðisherinn mun bjóða um 100 manns upp á jólamat í kvöld.

Boðið verður upp á lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Í kringum tuttugu sjálfboðaliðar hafa verið á fullu í dag að undirbúa kvöldið. 

„Þetta er eins og veitingastaður. Það er þjónað til borðs og við setjumst niður með þeim og spjöllum við þau þannig að þau geti átt notalega stund með okkur,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert