Hellisheiði lokuð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Óttar Geirsson

Búið er að loka Hell­is­heiði vegna veðurs.

Á vef Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að um­ferð sé beint um Þrengsl­in.

Þá seg­ir að slæmt ferðaveður sé orðið á Sand­skeiðunum og lítið skyggni.

Holta­vörðuheiði er einnig lokuð og er hjá­leið um Bröttu­brekku og Laxár­dals­heiði. At­hugað verður með opn­un í fyrra­málið.

Það geng­ur í suðvest­an storm með dimm­um élj­um á vest­an­verðu land­inu í kvöld.

Seg­ir í at­huga­semd veður­fræðings Vega­gerðar­inn­ar að blint sé í élj­um og skafrenn­ingi og akst­urs­skil­yrði erfið, þá einkum á fjall­veg­um, en óvissu­stig er á veg­um víða um land.

Það dreg­ur úr vindi síðdeg­is á morg­un, en áfram verður ákveðin suðvestanátt með élj­um og vetr­ar­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert