Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Denys Shmyha, forsætisráðherra Úkraínu, senda Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hamingjuóskir og segjast hlakka til samstarfsins við hana.
Ný ríkisstjórn tók við völdum á laugardag.
Á Facebook-síðu sinni segir Jonas Gahr Støre Kristrúnu vera duglegan leiðtoga með framtíðarsýn.
Metta Frederiksen sendir Kristrúnu einnig kveðju á Facebook. Hún segist hlakka til samstarfsins við hana.
Denys Shmyha óskar Kristrúnu velfarnaðar og segist hlakka til að vinna með henni að sameiginlegum gildum landanna. Þá þakkar hann Íslandi fyrir stuðning sinn við Úkraínu.
Congratulations, Kristrún Frostadóttir @KristrunFrosta, on your appointment as Prime Minister of Iceland 🇮🇸. I look forward to working closely with you to protect our common values, the principles of freedom, and democracy. I wish you every success. We are grateful to Iceland for…
— Denys Shmyhal (@Denys_Shmyhal) December 22, 2024