Óvissustig víða á vegum

Ökumenn eru hvattir til að kynna sér aðstæður vel áður …
Ökumenn eru hvattir til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað og meðan á ferðalagi stendur. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissu­stig er víða á veg­um lands­ins vegna veðurs og gætu veg­ir því lokast með stutt­um fyr­ir­vara. Hálka eða hálku­blett­ir eru á flest­um leiðum.

Á vef Vega­gerðar­inn­ar eru öku­menn hvatt­ir til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað og meðan á ferðalagi stend­ur.

Veður­stof­an hef­ur gefið út gul­ar og app­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir vegna veðurs víða um landið í kvöld og í nótt.

Á Vest­ur­landi gekk í gildi óvissu­stig á Holta­vörðuheiði, Bröttu­brekku, Fróðár­heiði, Vatna­leið og á norðan­verðu Snæ­fellsnesi fyrr í dag. Þá tek­ur í gildi óvissu­stig klukk­an 19 í Svína­dal.

Á Vest­fjörðum geng­ur í gildi óvissu­stig á Hálf­dáni, Þrösk­uld­um, Stein­gríms­fjarðar­heiði, Gem­lu­falls­heiði, Mikla­dal, Kleif­a­heiði og Kletts­hálsi klukk­an 18. Óvissu­stig er í Súðavík­ur­hlíð vegna snjóflóðahættu og þá er Dynj­and­is­heiði ófær.

Á Norður­landi geng­ur í gildi óvissu­stig á Siglu­fjarðar­vegi, Þver­ár­fjalli og Vatns­skarði klukk­an 21. Bú­ast má við að færð spill­ist á Öxna­dals­heiði eft­ir því sem líður á kvöldið og nótt­ina.

Á Aust­ur­landi er ófært um Breiðdals­heiði og Öxi og á Suður­landi er flug­hált á Skál­holts­vegi, Þjórsár­dals­vegi og Bræðra­tungu­vegi. Bú­ast má við að færð spill­ist á veg­um í kvöld og í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert