Álagið dreifist á fleiri daga

Lögregla viðhafði sérstakt eftirlit í og í kringum kirkjugarðana.
Lögregla viðhafði sérstakt eftirlit í og í kringum kirkjugarðana. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt eftirlit með umferð í og í kringum kirkjugarðana á aðfangadag enda talsverð umferð í kringum þá og færð og veður ekki með besta móti.

Fjölmargir vitja leiða ástvina sinna á jólum.
Fjölmargir vitja leiða ástvina sinna á jólum. mbl.is/Árni Sæberg

Pétur Sveinsson í umferðardeild segir umferðarstýringu hafa gengið vel eins og yfirleitt sé raunin á þessum degi.

„Þetta hefur breyst töluvert á undanförnum árum og álagið hefur dreifst. Það var alltaf þannig að fólk beið eftir aðfangadegi en síðastliðin ár höfum við tekið eftir því að fólk er að fara í garðana dagana fyrir jól og í raun hvenær sem er á aðventunni.“

Lögregla segir álagið hafa dreifst á fleiri daga en aðfangadag …
Lögregla segir álagið hafa dreifst á fleiri daga en aðfangadag og jóladag á undanförnum árum. mbl.is/Árni Sæberg
Fólk lét veðrið ekki stoppa sig við að heimsækja kirkjugarðana …
Fólk lét veðrið ekki stoppa sig við að heimsækja kirkjugarðana í gær. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert