Flugferðir frá Keflavíkurflugvelli eru hafnar á ný. Ein flugvél frá Play er farin og Icelandair undirbýr brottfarir.
Þetta segir staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við mbl.is.
Hann segir að farþegar séu ferjaðir í vél með rútum.
Þá segir hann jafnframt að það sé ekki vitað hversu lengi „veðurglugginn“ leyfir flugferðir. Það séu flugfélögin sjálf sem ákveði hvort það verði flogið eða ekki.
Fyrr í dag var greint frá því að ranarnir á Keflavíkurflugvelli væru óvirkir og því væri ekki hægt að lenda eða taka á loft.