Björgunarfélagið Árborg og björgunarsveitin Sigurgeir aðstoðuðu bónda við að ná hrossi úr skurði á Skeiðunum seinni partinn í dag. Hesturinn var kominn úr skurðinum um sjöleytið í kvöld.
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Hann segist ekki vita betur en að það hafi gengið vel að ná hestinum upp úr skurðinum.