Holtavörðuheiði lokuð og flughálka á nokkrum vegum

Ófærð á Holtavörðuheiði í fyrra.
Ófærð á Holtavörðuheiði í fyrra. mbl.is/Bjarni

Búið er að loka Holtavörðuheiði. Vegagerðin tilkynnti í dag að leiðinni yrði lokað klukkan 19.30 í kvöld.

Var það gert vegna ör­ygg­is­ástæðna og slæms veðurút­lits, að því er seg­ir á vef Vega­gerðar­inn­ar, um­fer­d­in.is.

Hálkublettir eða snjóþekja eru á flestum leiðum á Suðvesturlandi. Flughálka er á Kjósarskarðsvegi og Suðurstrandavegi en Krýsuvíkurvegur er ófær.

Sömuleiðis er flughált í Staðarsveit sem og á nokkrum vegum á Suðurlandi.

Dynjandisheiði lokuð

Veg­in­um um Súðavík­ur­hlíð hef­ur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Ófært er í Ísa­fjarðar­djúpi milli Súðavík­ur og Skötul­fjarðar. Búið er að loka Dynj­and­is­heiði.

Hálka eða hálku­blett­ir eru á flest­um leiðum á Aust­ur­landi og er ófært um Breiðdals­heiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert