Taka upp grímuskyldu á Landspítalanum

Grímuskyldan hefur þegar tekið gildi og verður endurmetin eftir jól, …
Grímuskyldan hefur þegar tekið gildi og verður endurmetin eftir jól, þann 6. janúar. mbl.is/Jón Pétur

Búið er að taka upp grímuskyldu á Landspítalanum í ljósi þess að inflúensan sækir í sig veðrið í samfélaginu ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 

Frá þessu er greint á heimasíðu Landspítalans.

Þar segir að grímuskylda sé í öllum tilfellum þar sem sjúklingur og starfsmenn eiga í samskiptum og þarf sá sem sinnir sjúklingnum að bera grímu. Sömuleiðis þurfa fylgdarmenn sjúklinga, heimsóknargestir og aðrir sem eiga erindi á spítalann að bera grímu. 

Heimsóknartímar verða ekki takmarkaðir að svo stöddu en mælt er með því að aðeins einn gestur komi í einu, sem skal bera grímu og hreinsa hendur við komuna á spítalann. Þá er einnig mælt með því að koma ekki í heimsókn finni fólk fyrir veikindum auk þess að koma ekki með veik börn á spítalann. 

Þessar ráðstafanir verða endurmetnar þann 6. janúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert