Boða 100 milljóna hagnað á næsta ári

Tapið af rekstrinum í ár nemur 150-200 milljónum króna.
Tapið af rekstrinum í ár nemur 150-200 milljónum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að Ríkisútvarpið ohf. skili jákvæðum rekstrarafgangi á næsta ári og að hagnaður ársins verði að minnsta kosti 100 milljónir króna fyrir skatta. Með þessu á að vinna til baka um helming af rekstrartapi ársins í ár og bæta sjóðstöðu félagsins. Þetta kom fram í drögum að rekstraráætlun sem kynnt voru á fundi stjórnar RÚV 27. nóvember síðastliðinn en fundargerð fundarins var nýverið birt á vef RÚV.

Áætlun um bætta afkomu Ríkisútvarpsins felst fyrst og fremst í aðhaldi í launakostnaði, lækkun fjármagnskostnaðar, minna umfangi sýningarrétta á íþróttum og öðru aðhaldi í rekstri, segir í fundargerðinni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert