Búið að opna vegina um Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð

Hálka og éljagangur eru á Holtavörðuheiði.
Hálka og éljagangur eru á Holtavörðuheiði. mbl.is/Gunnlaugur

Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði að nýju, að því er kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Hálka og éljagangur er á leiðinni.

Einnig er búið að opna vegina um Dynjandisheiði og Súðavíkurhlíð en áfram er ófært í Ísafjarðardjúpi.

Flughált er á nokkrum leiðum víða um land, þar á meðal í kringum Þingvallavatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert