Gífurlega margar fjölskyldur þurfa á ári hverju að leita aðstoðar hjálparsamtaka í kringum jólin þar sem þær fá mat og pakka úthlutaða. Útlit er fyrir að svipaður fjöldi fólks hafi notið þeirrar aðstoðar í ár og í fyrra en að sögn talsmanna gengu úthlutanirnar vel fyrir sig.
Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir að hjálparstarf nefndarinnar hafi gengið ótrúlega vel í ár. Svipað margir hafi leitað til nefndarinnar og í fyrra en hún nefnir að það séu um 2.000 heimili sem Mæðrastyrksnefnd aðstoðar.
„Þannig að þetta versnar ekki á milli ára, mér finnst það nú allavega jákvætt,“ segir Anna í samtali við Morgunblaðið.
Nefnir hún að komið sé upp nýtt tölvukerfi hjá nefndinni sem einfaldar skipulag og kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða í biðröð eftir úthlutunum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.