Tesla tók upp eldingu ljósta niður í Eyjum

Eldingu laust niður í Vestmannaeyjum aðfaranótt annars dags jóla. Þjófavarnakerfi Teslubifreiðar Boga Hreinssonar fór í gang og tók hún upp lætin.

„Það vöknuðu allir í húsinu nema 13 ára sonur minn. Húsið nötraði. Það vöknuðu eiginlega allir í Eyjum,“ segir Bogi Hreinsson í samtali við mbl.is.

Teslan er af gerðinni Y og er árgerð 2022. Eldingunni laust niður klukkan 3.37 um morgun af upptökunni að dæma.

Óþarflega nálægt byggð

Boga sýnist sem svo að eldingunni hafi slegið niður óþarflega nálægt byggð. „Maður hélt bara liggur við að það væri komið eldgos,“ segir hann.

Bogi fór í sund daginn eftir og segir hann að eldingin hafi verið aðalumræðuefnið þar á meðal Vestmannaeyinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert