Álíta Ísland ekki umsóknarríki

Clara Ganslandt er sendiherra ESB á Íslandi.
Clara Ganslandt er sendiherra ESB á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi áréttar bréf íslenskra stjórnvalda til Evrópusambandsins í mars 2015, þegar spurt er um stöðu aðildarumsóknarinnar.

Tilefnið er að ný ríkisstjórn er komin til valda á Íslandi sem boðar að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu skuli fara fram eigi síðar en árið 2027.

Til upprifjunar sótti ríkisstjórn Samfylkingar og VG um aðild að Evrópusambandinu í júlí 2009. Svo tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, 2013 til 2016, sem var andvíg aðild. Birtist það í bréfi Gunnars Braga Sveinssonar þáverandi utanríkisráðherra til fulltrúa ESB í mars 2015.

Umsóknin ekki lengur virk

Rætt var við Gunnar Braga í Morgunblaðinu síðastliðinn aðfangadag sem taldi að umsókn Íslands að ESB væri „ekki virk“.

Af því tilefni sendi Morgunblaðið fyrirspurn til sendiráðs ESB á Íslandi. Spurt var um stöðu aðildarumsóknarinnar frá 2009.

„Ísland gerði hlé á aðildarviðræðunum árið 2013. Í mars 2015 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að „að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB“. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók það til greina og aðlagaði verklag sitt að því,“ sagði í svarinu í lauslegri þýðingu. Staða Íslands hvað varðar aðild að Evrópusambandinu sé innanlandsmál sem beri að ræða á Íslandi en ekki á vettvangi framkvæmdastjórnar ESB.

„Ísland er afar náið bandalagsríki Evrópusambandsins í gegnum þátttöku sína í Evrópska efnahagssvæðinu, aðild að Schengen-svæðinu ásamt nánu samstarfi á öðrum sviðum. Evrópusambandið mun áfram eiga í þessu samstarfi við íslensk stjórnvöld,“ sagði í svari sendinefndarinnar en Clara Ganslandt er sendiherra ESB á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka