Drónaflugmenn skrái sig sem fyrst í próf

Nýj­ar regl­ur um dróna­flug tóku gildi hér á landi fyrr …
Nýj­ar regl­ur um dróna­flug tóku gildi hér á landi fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Hari

Samgöngustofa hefur sent drónaflugmönnum upplýsingar um A2-hæfnipróf fyrir dróna sem haldin verða 14.-16. janúar.

Nýj­ar regl­ur um dróna­flug tóku gildi hér á landi fyrr í þessum mánuði. Öllum sem hafa dróna í um­sjá sinni er nú gert að skrá sig inn á flydrone.is og greiða skrán­ing­ar­gjald til fimm ára að fjár­hæð 5.500 krón­ur.

Merkja skal alla dróna og þeir sem fljúga stærri drón­um þurfa að þreyta hæfn­is­próf. Með reglu­gerðinni eru nýj­ar regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins um flug ómannaðra loft­fara inn­leidd­ar.

Þurfa að kynna sér A2-námsefnið

Skráning er þegar hafin í prófin en síðasti skráningadagur er 5. janúar. Verð fyrir prófið er 7.000 krónur.

„Þeir sem hyggjast þreyta prófið þurfa að vera búnir að kynna sér A2-námsefnið sem er aðgengilegt á www.flydrone.is. Við hvetjum alla áhugasama til að tryggja sér pláss í tíma, þar sem takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka