Einn var með allar tölur réttar í Lottói kvöldsins og hlaut rúmar 11,7 milljónir króna í fyrsta vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu
Þrír fengu annan vinning og fær hver þeirra tæpar 180.000 krónur fyrir. Einn miði var keyptur í Krambúðinni Borgarbraut og tveir í Lottó appinu.
Enginn var svo heppinn að vera með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins. Sjö fengu hins vegar annan vinning upp á 125.000 krónur.