Loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu

Spáð er versnandi veðri á Vestfjörðum í dag og í …
Spáð er versnandi veðri á Vestfjörðum í dag og í kvöld. mbl.is/Sigurður Bogi

Veginum um Súðavíkurhlíð verður lokað klukkan 21.30 í kvöld vegna snjóflóðahættu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Er þar athygli vakin á því að spáð sé versnandi veðri á Vestfjörðum í dag og í kvöld. Búast megi við erfiðum akstursskilyrðum þegar líður á daginn og mögulegum lokunum á fjallvegum.

Einnig eru líkur á versnandi akstursskilyrðum á Holtavörðuheiði og Brattabrekku í kvöld frá klukkan 20.

Eru ökumenn hvattir til að flýta ferðum sínum eða að bíða til morguns þegar spáð er skaplegra veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka