Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók mann sem hann var undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél í Árbæ. Hann var laus að sýnatöku lokinni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá kl. 17 í gær til kl. 5 í morgun.  

Í miðbænum var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna fjársvika og ölvunar.

Í hverfi 105 var maður handtekinn eftir að hafa verið til vandræða á skemmtistað og svo í framhaldi á lögreglustöð. Reynt var að leysa málið á lögreglustöðinni en án árangurs og var maðurinn að lokum vistaður í fangaklefa. Hann á von á kærur fyrir hin ýmsu brot.

Í hverfi 108 var einstaklingur handtekinn vegna líkamsárásar og hótana. Hann var vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi var annar einstaklingur handtekinn vegna sölu fíkniefna, en hann var einnig undir áhrifum fíkniefna við stýri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka