Bárðarbunga skelfur

Síðasti skjálfti yfir 3 að stærð varð 19. desember.
Síðasti skjálfti yfir 3 að stærð varð 19. desember. Kort/Map.is

Skjálfti af stærðinni 3,8 reið yfir Bárðarbungu um klukk­an hálf­fimm í dag. Auk­in virkni við eld­stöðina síðustu miss­eri bend­ir til þess að hún sé að búa sig und­ir eld­gos.

Virkni í Bárðarbungu hef­ur ekki verið meiri síðan 2015, þegar stærsta eld­gos síðari alda stóð yfir í Holu­hrauni. Landris og skjálft­ar gefa til kynna virkt inn­flæði kviku í eld­stöðina Bárðarbungu.

„Það er alltaf ákveðin viðvör­un þegar svona ger­ist,“ seg­ir Böðvar Sveins­son nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur við mbl.is

„En þetta er ekki þannig að við setj­um allt af stað,“ bæt­ir hann við enda eru stór­ir skjálft­ar vissu­lega orðnir al­geng­ir á svæðinu.

Fjór­ir yfir fimm

En virkn­in hef­ur færst í auk­ana á síðustu árum.

Fjór­ir skjálft­ar um eða yfir 5 að stærð hafa riðið yfir í Bárðarbungu í ár: einn í apríl, ann­ar í sept­em­ber, sá þriðji í októ­ber og sá fjórði í byrj­un des­em­ber. Síðasti skjálfti yfir 3 að stærð varð 19. des­em­ber, eins og mbl.is greindi frá á þeim tíma.

Mæl­ar Veður­stof­unn­ar sýna landris um­hverf­is öskj­una sem gefi til kynna þrýst­ing und­ir yf­ir­borðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert