Stórir skjálftar á Reykjaneshrygg

Tveir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst við Eldey …
Tveir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst við Eldey á síðustu 12 tímum, auk fleiri smærri skjálfta. Kort/Map.is

Stór jarðskjálfti varð við Eldey rétt fyrir kl. 14 í dag og hafa nokkrir smærri fylgt í kjölfarið. Gerist þetta í framhaldi af skjálftahrinu sem reið yfir svæðið í nótt en þá mældist annar skjálfti yfir 3 að stærð.

Skjálftinn, sem mældist kl. 13.55, er 3,6 að stærð samkvæmt tölum Veðurstofunnar og átti upptök sín um 5,5 kílómetrum NNA af Eldey á Reykjaneshrygg. 

Skjálftinn var því um 25 kílómetrum frá Grindavík en reglu­lega koma jarðskjálfta­hrin­ur á flekaskil­un­um á Reykja­nes­hrygg.

Að minnsta kosti níu smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Önnur skjálftahrina varð við Eldey í nótt. Um kl. 4.02 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 3,2 og honum fylgdu um 20 smærri skjálftar allt frá 0,1 upp í 2,8 að stærð.

Frétt hefur verið uppfærð með nákvæmari tölum frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert