Valkyrjur koma og fara

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland fallast í …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland fallast í stubbaknús við kynningu stjórnarsáttmálans. mbl.is/Eyþór

Auðheyrt er á fólki innan bæði Samfylkingar og Viðreisnar, að þar hafa margir áhyggjur af því að Flokkur fólksins kunni að vera brothættari en æskilegt sé í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er þó óvíst, ægivald Ingu í flokk hennar er algert.

En það má líka spyrja hvort Viðreisn hafi samið af of mikilli hörku. Hún er með fleiri ráðherra en Flokkur fólksins þótt fylgið sé ámóta, jafnmarga ráðherra og Samfylking, sem er með talsvert meira fylgi.

Þorgerður gat snúið sér annað

Kristrún er vissulega forsætisráðherra en eins og Þorgerður sagði er hún bæði utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra (!) og svo má færa rök fyrir því að hún sé einnig yfirfjármálaráðherra.

Og með atvinnuvega- og dómsmálaráðuneyti á sínum snærum. Sennilega hefur enginn fengið annað eins fyrir sinn 16% snúð.

Því til viðbótar samdi hún stóra planið hennar Kristrúnar burt og líka ófrávíkjanlegu kosningaloforðin hennar Ingu.

Það er skiljanlegt, Þorgerður gat snúið sér annað en þær ekki. Meira veglyndi kynni þó að hafa verið skynsamlegra.

Sérstaklega þegar farið er að þjarka um fjárlögin fyrr en varir, nú eða þegar líður á kjörtímabilið, fylgið dvínar, Ingu finnst fátæka fólkið bera minna úr býtum en rétt væri, Evrópuumræðan gengur á pólitískt kapítal stjórnarinnar og þeim finnst Viðreisn alltof ráðrík.

Þar í felast innbyggðir brestir og forystumennirnir víst allir valkyrjur.

Fulltrúi ritstjórnar Morgunblaðsins fjallar um árið í stjórmálum sem senn er á enda í Tímamótum, ára­móta­blaði Morg­un­blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert