Yfir 140 skjálftar í „ekkert óeðlilegri“ hrinu

Skjálfti 3,2 að stærð hleypti hrin­unni af stað um klukkan …
Skjálfti 3,2 að stærð hleypti hrin­unni af stað um klukkan fjögur í nótt. mbl.is/RAX

Yfir 140 skjálft­ar hafa mælst í jarðskjálfta­hrinu á Reykja­nes­hrygg frá því að hún hófst um klukk­an 4 í nótt. Hún virðist samt vera að drag­ast ör­lítið sam­an, að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings, þó of snemmt sé að segja til um það.

„Hún er ekk­ert óeðli­leg í lengd né stærð,“ seg­ir Sig­ríður Kristjáns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni.

„Hún er bara dá­lítið hefðbund­in sem skjálfta­hrina,“ bæt­ir hún við en tek­ur fram að vís­inda­menn á Veður­stof­unni eigi oft vand­ræðum með að staðsetja skjálfta úti á hafi þar sem all­ir skjálfta­mæl­ar stofn­un­ar­inn­ar eru á landi. Þó er búið að koma fyr­ir mæli í Eld­ey.

Til von­ar og vara spurði blaðamaður hvort gos væri nokkuð þegar hafið úti á sjó. Sig­ríður svaraði neit­andi.

Gæti tekið annað stökk

Hrin­an hófst með stór­um skjálfta (3,2) um klukk­an 4 í morg­un og fjaraði síðan út, þar til ann­ar stór skjálfti (3,8) reið yfir um klukk­an 14 og blés nýju lofti í hrin­una. Nú hafa ríf­lega 140 skjálft­ar mælst í hrin­unni.

Sig­ríður seg­ir þó að ör­lítið hafi dregið úr virkn­inni, þó í raun sé of snemmt að segja til um það enda gæti hún tekið stökk að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert