Bryndís Klara útnefnd manneskja ársins á Rás 2

mbl.is/Karítas

Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir var út­nefnd mann­eskja árs­ins á Rás 2 að mati hlust­enda rás­ar­inn­ar. Bryn­dís Klara lést eft­ir hnífa­árás á Menn­ing­arnótt og hafði sá vo­veif­legi at­b­urður mik­il áhrif á Íslend­inga og ís­lenskt sam­fé­lag.

Minn­ing­ar­sjóður var stofnaður í kjöl­far and­láts Bryn­dís­ar Klöru, sem ætlað er að styðja við verk­efni sem miða að því að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni. Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, er vernd­ari minn­ing­ar­sjóðsins.

Stöðvaði hnífa­árás á vin­konu

Guðrún Dís Em­ils­dótt­ir las upp einn af þeim textum sem barst Rás 2 til rök­stuðnings þess að Bryn­dís Klara hlyti nafn­bót­ina.

„Á Menn­ing­arnótt í Reykja­vík steig Bryn­dís Klara fram í ótrú­legri hetju­dáð. Hún stöðvaði hnífa­árás á vin­konu sína með því að toga árás­ar­mann­inn frá sem stakk Bryn­dísi í hjart­astað. Því miður kostaði hug­rekkið og óeig­ingirni Bryn­dís­ar hana lífið. Þjóðin sam­einaðist í sorg og sam­hug.

Viðbrögðin voru ein­stök og það er henni að þakka að góðgerðar­verk­efni, minn­ing­ar­sjóðir og bylgja vit­und­ar­vakn­ing­ar um of­beldi hafa sprottið upp. Minn­ing henn­ar hef­ur snert alla. Fjöl­marg­ir segja að hún hafi ekki bara bjargað einu lífi held­ur margra í framtíðinni með þessu ein­staka for­dæmi. Hún er hetja árs­ins.“

Um­fram allt ótrú­lega stolt

Birg­ir Karl Óskars­son og Iðunn Ei­ríks­dótt­ir, for­eldr­ar Bryn­dís­ar Klöru, sögðust í sam­tali við Rás 2 vera gíf­ur­lega hrærð og meir yfir því hve minn­ing dótt­ur þeirra lif­ir í hjört­um þjóðar­inn­ar. Þá sögðust þau vera um­fram allt ótrú­lega stolt af dótt­ur sinni fyr­ir mann­eskj­una sem hún var, þó að sorg­in og söknuður­inn sé gríðarleg­ur.

Birg­ir sagði hana hafa ákveðið á Menn­ing­arnótt að stíga inn í aðstæður sem kostuðu hana lífið vegna þess að ókunn­ug­um ung­lings­strák þótti gáfu­legt að taka með sér vopn.

Sögðu þau Birg­ir og Iðunn ótrú­legt að finna aflið í sam­fé­lag­inu og hvernig all­ir hafi komið sam­an til að láta and­lát henn­ar ekki verða til einskis. Iðunn sagðist finna sterkt fyr­ir vit­und­ar­vakn­ing­unni og bæði töluðu þau sér­stak­lega um unga fólkið í því sam­hengi.

Rík­is­út­varpið greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert