Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann sjötugsaldri í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 60 milljón króna sektargreiðslu fyrir skattalagabrot. Greiði hann ekki sekt innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í 12 mánuði.
Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur manninum, Knúti Knútssyni, eiganda fyrirtækisins Vír og lykkjur, í maí. Honum var gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngu skattframtali gjaldárið 2020 vegna tekjuársins 2019. Nam vangreiddur skattur um 30 milljónum kr.
Knútur neitaði sök í málinu.
Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem féll 20. desember, að Knútur hafi áður fengið dóm vegna skattalagabrota. Þannig var hann sakfelldur ásamt öðrum manni árið 2021 í tengslum við fyrirtækið Aflbindingu - járnverktaka. Fékk hann þá skilorðsbundið fangelsi og sekt upp á um 70 milljónir króna.
Þá er Knúti gert að greiða um 1,9 milljónir króna í málskostnað.