Enginn ríkisráðsfundur á morgun

Ríkisráð kom síðast saman á Bessatöðum þann 21. desember síðastliðinn.
Ríkisráð kom síðast saman á Bessatöðum þann 21. desember síðastliðinn. mbl.is/Eyþór

Ekki verður ríkisráðsfundur á Bessastöðum morgun, gamlársdag, líkt og hefð er fyrir. Var sú ákvörðun tekin vegna þess hve stutt er síðan síðasti fundur var haldinn.

Þetta staðfestir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Hann segir það ekki skyldu að halda ríkisráðsfund á gamlársdag, það sé eingöngu táknrænt, og að hefð hafi skapast fyrir því. 

Það var Kristján Eldjárn sem festi fundina í sessi í forsetatíð sinni, árið 1968, en þeir hafa þó nokkrum sinnum fallið niður, síðast í Covid-faraldrinum árið 2021.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert