„Fólk ætti að komast í nýárssundið sitt“

Veitur þarf ekki að fara í neinar skerðingar til stórnotenda …
Veitur þarf ekki að fara í neinar skerðingar til stórnotenda á heitu vatni og ætti því fólk að komast í sund á nýársdag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið álag er á starfsemi Veitna í dag en þó þarf ekki að fara í neinar skerðingar. Þá biðlar fyrirtækið til almennings að halda hitanum inni.

Þetta segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veita, í samtali við mbl.is

„Það er mikið álag núna, bara eins og við var að búast, en við erum ekki að grípa til neinna neyðarráðstafana,“ segir Silja.

„Það verða engar skerðingar og annað slíkt.“

Biðja almenning um að halda hitanum inni

Aðspurð segir hún skerðingar snúa að stórnetendum á borð við sundlaugar og knattspyrnuvelli sem fái vatnið ódýrara en ekki er þörf á neinum skerðingum eins og staðan er núna.

„Þannig að fólk ætti að komast í nýárssundið sitt.“

Þá tekur hún fram að lokum að fyrirtækið biðli til fólks að fara vel með og halda hitanum inni hjá sér.

„Það er aðalatriðið. Hvort fólk fer í sturtu eða bað skiptir engu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert