Hætt við að vegir teppist á Vesturlandi

Hætt er við að vegir á leið í Borgarfjörð muni …
Hætt er við að vegir á leið í Borgarfjörð muni einnig teppast. mbl.is/Gúna

Hætt er við að vegir muni teppast á Vesturlandi nú þegar líður á daginn. Á það einkum við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Hann segir að talsverður lausasnjór sé nú á Vesturlandi og með deginum taki að blása af norðaustri og þá verði skafrenningur og blinda. Því sé hætt við að vegir teppist.

„Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka