Nýr ráðherra segir læsisvanda blasa við

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, nýr mennta- og barna­málaráðherra, seg­ir blasa við að taka þurfi á læsis­vanda barna og huga að ís­lensku­kennslu fyr­ir inn­flytj­end­ur, bæði börn og full­orðna.

Hún seg­ir afar margt já­kvætt að ger­ast í skóla­kerf­inu og krafta­verk unn­in á hverj­um degi í skóla­stof­um af fólki sem vinn­ur með börn­um al­mennt. Seg­ir hún fólk yf­ir­leitt heyra meira af því sem aflaga fer.

Ásthild­ur Lóa seg­ist ekki geta svarað því á þess­ari stundu hvort hún muni sem ráðherra mennta­mála beita sér í kjara­deilu kenn­ara en von­ast til að ekki komi til mik­illa átaka.

Tel­ur ráðherr­ann að bæta þurfi kjör kenn­ara, flótti sé úr stétt­inni sem sé að eld­ast og eitt­hvað þurfi að gera. Þá seg­ir Ásthild­ur al­var­legt að sam­komu­lag við kenn­ara hafi ekki verið efnt, eins og kenn­ara­for­yst­an tel­ur.

Sam­ræmt náms­mat þarf hugs­an­lega að end­ur­skoða að ein­hverju leyti að mati Ásthild­ar sem tel­ur þó ósenni­legt að snúið verði til baka til gömlu sam­ræmdu próf­anna. „Ég veit að það hef­ur verið vinna í ráðuneyt­inu hvað þetta varðar en það er vinna sem ég á eft­ir að skoða.“

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ.

Garðabær vinn­ur að öfl­un upp­lýs­inga um náms­ár­ang­ur grunn­skóla­nema til að fá heild­ar­y­f­ir­sýn yfir stöðu skól­anna og náms­fram­vindu ár­ganga. Skoðað verður hvort inn­leiða eigi sam­ræmd mæli­tæki fyr­ir grunn­skóla svo bær­inn geti fylgst bet­ur með ár­angri barna. Alm­ar Guðmunds­son bæj­ar­stjóri seg­ir yf­ir­sýn skóla­stjórn­enda góða en mik­il­vægt sé að bæj­ar­bú­ar og bæj­ar­full­trú­ar séu upp­lýst­ir um stöðu mála. Seg­ir hann að rýna þurfi gögn um ár­ang­ur rétt og fara rétt með þau. „Það er vanda­samt líka,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert