Snjókoma sunnan heiða og talsvert frost

Talsvert frost verður í dag.
Talsvert frost verður í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður austlæg eða breytileg átt og 5 til 13 metrar á sekúndu. Snjókoma verður af og til sunnan heiða og stöku él norðan til. Talsvert frost verður og kaldast inn til landsins.

Norðlægari átt verður á morgun. Stöku él verða um landið norðan- og austanvert, einkum við ströndina, en víða léttskýjað annars staðar. Áfram verður kalt í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert