Snjóruðningur hófst um fjögur í nótt

Snjóruðningstæki í Reykjavík.
Snjóruðningstæki í Reykjavík. mbl.is/Arnþór

Snjó hef­ur kyngt niður á höfuðborg­ar­svæðinu og voru snjóruðnings­tæki í Reykja­vík­ur­borg kölluð út um fjög­ur­leytið í nótt til að ryðja göt­ur og stíga víða um borg­ina.

Eiður Fann­ar Er­lends­son, yf­ir­maður vetr­arþjón­ustu hjá Reykja­vík­ur­borg, seg­ir að færðin sé núna orðin fín og að húsa­göt­ur ættu að vera fær­ar.

Hann seg­ir tæp­lega 20 ruðnings­tæki að störf­um í borg­inni og þeim fari fjölg­andi þegar líður á morg­un­inn.

„Þessi snjór á að ganga yfir í dag. Við fylgj­umst með hvernig því fram held­ur,“ seg­ir Eiður Fann­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert