Tafir á Keflavíkurflugvelli

Einhverjar tafir hafa orðið á flugumferð.
Einhverjar tafir hafa orðið á flugumferð. mbl.is/Guðni Einarsson

Einhverjar tafir hafa orðið á flugumferð á Keflavíkurflugvelli vegna mikillar snjókomu en ekki hefur þurft að loka flugvellinum. 

Þetta segir staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við mbl.is.

„Flugvöllurinn er opinn og allt í virkni þar. Við getum sagt að það sé hægari afgreiðsla í gangi núna eins og að keyra töskur út í vélar og moka frá vélum og koma þeim út á braut. En það eru vélar að lenda og vélar að taka á loft. Það eru einhverjar tafir búnar að eiga sér stað út af því hvað það kyngir niður en þetta er allt að komast í hundrað prósent horf núna,“ segir hann.

Snjókoman er búin að minnka og gengur vel að koma öllu á dagskrá aftur, bætir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka