Talið að flugeldum hafi verið skotið á svalirnar

Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um eld á svölum í fjölbýlishúsi í Grafarvogi um áttaleytið í gærkvöldi. Eldurinn var töluverður en var fljótlega slökktur af slökkviliði.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið inn á svalirnar, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mátti litlu muna

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var enginn heima í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Skemmdir urðu á klæðningu utan á húsinu. Tvöfalt gler er í gluggunum og brotnuðu ytri rúður. Ekki mátti miklu muna að eldurinn færi inn í íbúð, en enginn reykur komst þangað inn. Eldurinn var orðinn töluverður þegar slökkviliðið mætti á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert