„Við erum sátt“

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar- og þjónustu Bláa lónsins, segir að fyrirtækið finni ekki fyrir afbókunum þrátt fyrir að eldgos hafi gengið nærri starfseminni í bókstaflegri merkingu.

Loka þurfti Bláa lóninu í 15 daga eftir að síðasta eldgos hófst og fór hraun yfir bílastæði fyrirtækisins. Í framhaldinu var búin til ný bílaaðstaða í snarhasti sem tekin var í gagnið skömmu fyrir jól.

Fleiri stæði í vor 

„Það hefur gengið vel að notast við þessi stæði og við stefnum að því að bæta við fleiri stæðum áður en háannatíminn hefst í vor,“ segir Helga.  

Helga Árnadóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins. Bláa …
Helga Árnadóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins. Bláa lónið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún segir það ekki tilfinningu fyrirtækisins að þeir ferðamenn sem hingað koma hræðist eldgos, heldur hafi þeir frekar sýnt jarðhræringunum mikinn áhuga.

Fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir afbókunum í kjölfar þess. Þá sé jákvætt að það virðist hafa haft lítil áhrif á bókunarhraða. 

„Við erum sátt og okkur líst ágætlega á innflæðið ef miðað er við stöðuna sem við erum í,“ segir Helga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert