Börnin fá gjafabréf fyrir hlífðargleraugum

Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, og Þórhildur Ólöf Helgadóttir, …
Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, og Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins. Ljósmynd/Aðsend

Öll börn á Íslandi á aldrinum 10-15 ára fá gjafabréf fyrir hlífðargleraugu. Er þetta framtak á vegum Póstsins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sjóvá og Blindrafélagsins.

Börnin geta framvísað gjafabréfinu á öllum sölustöðum flugelda og fengið hlífðargleraugu.

Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Landsbjargar, segir að augnslysum hjá þessum aldurshópi hafi fækkað mikið með tilkomu gleraugnanna, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert