Einsett sér að standa undir væntingum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

„Við stöndum frammi fyrir stórum verkefnum. En með því að stilla saman krafta okkar, með vongleði og kjark í brjósti, er ég fullviss um að við getum náð miklum árangri í nánustu framtíð.“

Svo segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, í ára­móta­grein sinni sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.

Nú hefst vinnan

Hún segir að ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins gangi nú samstiga til verka.

„Við höfum einsett okkur að standa undir væntingum fólks um breytingar í veigamiklum málaflokkum, líkt og rakið er í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar,“ segir Kristrún og bætir við að nú hefjist vinnan. 

Í greininni kemur fram að á fyrsta vinnudegi nýs árs mun ríkisstjórnin efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Þá verði gripið til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu.

„Í ríkisstjórn er full eining um að ekki verði eytt um efni fram. Það er lykilatriði.“ 

Kristrún segir að þó að gengið verði rösklega til verka sé nauðsynlegt að það sé gert af virðingu. 

„Ég heiti því að leggja mig fram um að gegna embætti forsætisráðherra í þágu allra landsmanna.“

Grein­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

 
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert