Um 1000 sprengjum var skotið á loft á flugeldasýningu Súlna á Akureyri í kvöld.
Stafalogn og um 10 stiga frost var þegar sýningin var haldin og því kjöraðstæður til að njóta hennar.
Stærstu sprengjurnar springa í um 210 metra hæð, að því er fram kemur í upplýsingum frá björgunarsveitinni Súlum.
Ljósmyndari mbl.is, Þorgeir Baldursson, fangaði sýninguna með dróna.