Undirbúa undirskriftir

Íbúar velta fyrir sér hvernig hægt sé að mótmæla.
Íbúar velta fyrir sér hvernig hægt sé að mótmæla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mik­il ólga er í íbú­um Breiðholts vegna bygg­ing­ar vöru­húss­ins við Álfa­bakka 2. Er umræða um að efna til und­ir­skrifta­söfn­un­ar í mót­mæla­skyni.

Á face­booksíðu íbúa­sam­tak­anna Betra Breiðholts hafa marg­ir látið í ljós reiði sína yfir því að vöru­hús, kjötvinnsla og iðnaðar­eld­hús rísi við íbúðabyggðina og lýst áhyggj­um yfir mik­illi um­ferð um áður fá­farna íbúðagötu.

Rúna Stef­áns­dótt­ir íbúi í Breiðholti hvatti til þess á face­booksíðu íbúa­sam­tak­anna að sett­ur yrði fram und­ir­skriftalisti til að mót­mæla fram­kvæmd­un­um og sum­ir íbú­ar hafa sett fram þá skoðun að það þurfi að rífa bygg­ing­una. Hún bend­ir á að það séu 17.000 fylgj­end­ur á síðu íbúa­sam­tak­anna Betra Breiðholts.

„Er ein­hver sem gæti tekið að sér og hannað und­ir­skriftal­ista til að mót­mæla og krefjast breyt­inga vegna þessa skrímsl­is sem plantað var við hlið Bú­seta­blokk­ar­inn­ar? Það er al­gjört hneyksli að þessu ferlíki hafi verið plantað inni í miðri íbúðabyggð og við verðum að krefjast úr­bóta og styðja við bak þess­ara Bú­setu­íbúa. Aug­ljóst er að hver sem er get­ur lent í svona níðings­verki á veg­um borg­ar­inn­ar. Þeir vilja losna við fyr­ir­tæki á Höfða og ætla að planta þeim í bak­g­arða Breiðholts,“ seg­ir Rúna.

Spurð hvort hún ætli að standa fyr­ir und­ir­skrift­un­um seg­ist Rúna munu taka ákvörðun um það á nýju ári. Marg­ir hafa tekið und­ir með Rúnu um mik­il­vægi þess að fólk standi sam­an og ein­hver taki að sér að búa til und­ir­skriftal­ista.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert