Reykjavíkurborg hefur sett upp gáma á tíu grenndarstöðum í borginni þar sem hægt verður að henda flugeldarusli á nýársdag.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að mikilvægt sé að koma þessu rusli á sinn stað áður en það brotnar niður og verður að drullu.
„Þó svo að flugeldar séu úr pappa, þá er notaður leir í botninn sem gerir að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Frá og með 2. janúar verði tekið á móti leifum af flugeldum á endurvinnslustöðvum Sorpu á venjulegum opnunartíma.
Ósprungnir flugeldar fara í spilliefnagáma á endurvinnslustöðvum Sorpu.
Staðsetningar gámanna tíu eru þessar: