„Útlit fyrir rólegt veður víðast hvar“

mbl.is/Eyþór

„Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Búast má við hægum vindi, 3-8 m/s. Það verður léttskýjað, en norðvestan strekkingur og dálítil él fyrir austan.

Áfram verður kalt í veðri, frost 3 til 18 stig, kaldast inn til landsins.

Seint í kvöld þykknar upp vestanlands með lítils háttar éljum og dregur úr frosti.

Á morgun er spáð vestlægri átt, víða stinningsgola, og él.

Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, en hiti 1 til 4 stig suðvestanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert