Útlit nýja spítalans er nú komið í ljós

Horft á nýja meðferðarkjarnann frá aðalinngangi gamla Landspítalans við Hringbraut.
Horft á nýja meðferðarkjarnann frá aðalinngangi gamla Landspítalans við Hringbraut. Morgunblaðið/Baldur

Uppsetningu útveggja á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut er nær lokið. Fyrir vikið er endanlegt útlit hans komið í ljós.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir vinnu við uppsetningu útveggjaeininganna hafa hafist 1. desember 2023. Hinn 10. desember síðastliðinn hafi orðið þau tímamót að útveggjaeining númer 4.000 var sett upp.

Litáíski útveggjaverktakinn Staticus sér um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum meðferðarkjarnans.

„Uppsetningin er á áætlun en ljúka átti verkinu fyrir áramótin. Því er nær lokið en eins og oft vill verða eru innansleikjur fram undan í janúar. Þegar mest var voru um 80 starfsmenn frá fyrirtækinu við verkið. Við erum því búin að loka húsinu og erum að fara að hefja vinnu við innanhússfrágang á 5. og 6. hæðinni,“ segir Gunnar um stöðu verksins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert