Gera má ráð fyrir ísstíflum í ám víðsvegar um land.
Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Aðspurð um stíflurnar í Hvítá og Ölfusá segir hún ísstíflur viðvarandi en engar tilkynningar hafi borist um frekari krapaflóð.
Ástandið sé ekki alvarlegt en áfram sé kalt á svæðinu og verði það um helgina.