„Kemur ekki til greina “

Bjarnólfur Lárusson, formaður aðalstjórnar Þróttar, segir ekki koma til greina …
Bjarnólfur Lárusson, formaður aðalstjórnar Þróttar, segir ekki koma til greina að láta landsvæði í té til borgarinnar undir byggingu unglingaskóla. Samsett mynd

Bjarnólfur Lárusson, formaður aðalstjórnar Þróttar, segir að Reykjavíkurborg hafi þrengt verulega að íþróttasvæði félagsins og kallar hann aðgerðir borgaryfirvalda óásættanlegar árásir í áramótapistli.

Segir hann að fyrirhuguð áform um byggingu unglingaskóla á reit á milli gervigrasvallar Þróttar og Skautahallarinnar, á svokölluðum þríhyrningi sem notaður hefur verið undir knattspyrnuæfingar félagsins, byggjast á þeim misskilningi að það sé utan æfingasvæðis Þróttar. 

Ekki við hlið íþróttasvæðis Þróttar 

Félagið setti á fót laganefnd til þess að kanna réttarstöðu sína í málinu. 

„Niðurstaða laganefndar er skýr, að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins,“segir í pistil formannsins.

Er þar vísað til samnings sem gerður var árið 1996 þar sem vísað er til þess að félaginu beri að hafa afnot af aðstöðunni svo lengi sem Þróttur starfar Laugardal.

Fjöldi iðkenda tekur þátt í Rey Cup á hverju sumri.
Fjöldi iðkenda tekur þátt í Rey Cup á hverju sumri. mbl.is/Arnþór

Munu ekki gefa eftir íþróttasvæði undir skólalóð 

Þá segir í pistlinum að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en tilkynnt var um áform um byggingu unglingaskóla. Komu þau því félaginu í opna skjöldu.

„Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð,“ segir Bjarnólfur í pistli sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka