Sigurður Bogi Sævarsson
„Að auðveldlega megi nálgast traustar og sannreyndar upplýsingar er mikilvægt fyrir allt samfélagið. Vísindi á mannamáli eru okkar leiðarljós,“ segir Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefs Háskóla Íslands.
„Auðvitað verður hver og einn að leggja sinn eigin dóm á hvað sé satt og rétt. En þegar fræðimenn koma með pistla sem skrifaðir eru af þekkingu og studdir heimildum ætti ekki að þurfa að efast. Hægt er að stöðva umræðu sem er að fara út af sporinu, eins og stundum gerist.“
Eldsumbrot, hagfræði og stjórnmál eru málefni landanum hugleikin sé ályktun dregin af því hvað var mest lesið á Vísindavefnum á nýliðnu ári. Hve hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? Svo var spurt og því svarað af Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, auk þess sem Jón Gunnar, ritstjóri vefsins til 14 ára, átti innlegg í greininni. Sú var hin mest lesna á árinu. Ekki langt þar frá í fjölda innlita er grein eftir Pál Einarsson, prófessor emeritus í jarðvísindum, sem svaraði því hvers vegna talið var óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er ótraust.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.