Ökumaðurinn enn á sjúkrahúsi

Bifreiðin hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn.
Bifreiðin hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd/Aðsend

Ökumaður bifreiðar sem hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur enn á sjúkrahúsi.

Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, við mbl.is en segist ekki geta tjáð sig um líðan ökumannsins.

Kafarar frá slökkviliðinu fundu manninn og náðu að koma honum upp úr sjónum, en hann var þá meðvitundarlaus. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir og í framhaldinu var maðurinn fluttur á Landspítalann.

„Við eigum eftir að fá betri upplýsingar um hvað gerðist en það var mikil hálka þarna á svæðinu þegar bíllinn fór í sjóinn,“ segir Elín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka