Telja flugeldatertu hafa verið setta í brunastiga

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að brunakerfi í skóla væri í gangi. Ekki reyndist vera laus eldur þar heldur aðeins mikill reykur. Slökkviliðið var einnig boðað á vettvang.

Talið er að einhver hafi sett flugeldatertu í brunastiga við neyðarútgang. Litlar reykskemmdir urðu, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gerðist þetta í Háteigsskóla í Reykjavík um tíuleytið í gærkvöldi. Einhver reykur barst inn í skólann og tók það nokkurn tíma fyrir slökkviliðið að reykræsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka