Bilun er í svokölluðu í línuspjaldi hjá Míllu í Árbæ með þeim afleiðingum að heimili og fyrirtæki á svæðinu, eða um 1.000 nettengingar, eru án netsambands sem stendur.
„Einhver áhrif eru á farsímaþjónustu á svæðinu en samband þó víðast hvar. Viðgerð er hafin og áætlaður viðgerðartími er 1-3 klukkustundir,“ segir í tilkynningu.
Uppfært klukkan 16.18:
Viðgerð er lokið og allt samband er komið aftur á í Árbæ.
Sambandsleysið var frá klukkan 14.19 til klukkan 15.52.