Gaddar á skó festust í bensíngjöfinni

Bifreiðin hafnaði á skiltinu og endaði úti í sjó.
Bifreiðin hafnaði á skiltinu og endaði úti í sjó. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ökumaður slapp ómeidd­ur eft­ir að bif­reið hans hafnaði á skilti og endaði úti í sjó við gatna­mót Eyja­fjarðarbraut­ar eystri og Leiru­veg­ar við Skóg­ar­böðin í Eyjaf­irði um miðnætti í gær­kvöld.

Óhappið varð með þeim hætti að gadd­ar á skó öku­manns­ins sem hann var í fest­ust í bens­ín­gjöf­inni og náði hann ekki að lyfta fæt­in­um af henni með þeim af­leiðing­um að bif­reiðin skall á skilti og endaði úti í sjó.

Ökumaður­inn, sem var full­orðinn maður, sat í bif­reiðinni þar sem sjór var upp á miðja hurð þegar lög­regla kom á vett­vang og aðstoðaði hún hann við að kom­ast í land.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri er bíl­inn tals­vert skemmd­ur en ökumaður­inn reynd­ist óslasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert