Hvernig myndast ísstíflur í ám?

Áveituskurðurinn og flóðgáttin í gær.
Áveituskurðurinn og flóðgáttin í gær. Ljósmynd/Grétar Einarsson

Þegar frost og kaldir vindar kæla yfirborð áa geta ísstíflur myndast ef ísinn sem verður til hleðst upp. 

Veðurstofa Íslands vekur athygli á þessu í færslu á facebook og fer yfir það hvernig ísstíflur myndast í ám. Undanfarna daga hefur ísstífla myndast í Hvítá nærri Brúnastöðum og veldur því að nú flæðir áin yfir bakka sína.

„Líklegast er að slíkt gerist við fyrirstöður í ánni eða þar sem hægir á rennsli, svo sem við brýr, í beygjum eða þar sem straumurinn minnkar,“ segir í færslunni.

Þar segir að ísinn safnist upp og veldur því að minna vatnsmagn komist undir stífluna og geti þannig valdið vatnshækkun ofan við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka